Vinnufélagar, vinkonur og Borgnesingar. Erla, Klara Ósk, Ester Alda og Inga Rósa. Ljósm. glh.

Fegra bæinn um eina hellu í einu

Við Borgarbrautina í Borgarnesi var ný gangstétt hægt og rólega að taka á sig mynd í liðinni viku. Vakti athygli vegfarenda að einungis ungar stelpur voru að störfum. Þessar öflugu stelpur eru starfsmenn Sigur-garða sf. á Laufskálum í Borgarfirði sem er rótgróið skrúðgarðyrkjufyrirtæki sem býður ýmsa þjónustu við lóðir, innkeyrslur og athafnasvæði í samfélaginu. Verk fyrirtækisins má sjá víða um land enda er starfssvæðið býsna stórt um Vesturland og Vestfirði en auk þess austur í Bláskógabyggð og á höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin.

Fagna margir Borgnesingar framkvæmdunum við Borgarbrautina en gangstéttin sem fyrir var var orðin ansi lúin og hrópaði á lagfæringar. Vinnufélagarnir og vinkonurnar Klara Ósk Kristinsdóttir, Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir, Inga Rósa Jónsdóttir og Erla Ágústsdóttir voru að störfum þegar blaðamaður Skessuhorns hitti þær í vikunni sem leið.

 

Ferðamenn undrast

„Það er búið að ganga rosalega vel,“ segirKlara Ósk um verkið og horfir upp eftir nýju stéttinni. „Þegar við erum búnar hérna þá höldum við áfram niður eftir,“ bætir hún við og horfir niður Borgarbrautina í áttina að Hyrnutorgi.

Stelpurnar, sem allar eru Borgnesingar, hafa ekki einungis vakið athygli fyrir vel unnin störf heldur fá þær töluverða athygli út á það að vera konur. Konur í starfi sem margir vilja halda fram að sé einungis fyrir karla. „Við erum svolítið til sýnis hérna við aðalgötuna í bænum, í hálfgerðu fiskabúri. Það getur verið óþægilegt og ekki,“ útskýrir Klara. „Það er sérstaklega ferðamönnum sem finnst þetta óhefðbundið, að sjá ungar konur leggja hellur.“

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira