Helena Ólafsdóttir og Aníta Lísa Svansdóttir á Akranesvelli. Ljósm. gbh.

Helena og Aníta hættar hjá ÍA

Þær Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvennaliðs ÍA og Aníta Lísa Svansdóttir aðstoðarþjálfari hafa óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Knattspyrnufélags ÍA.

Helena og Aníta tóku við þjálfun ÍA haustið 2016 og hafa því verið við stjórnvölinn hjá meistaraflokki kvenna í tæp þrjú ár. „Knattspyrnufélag ÍA óskar Helenu og Anítu velfarnaðar í þeim verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur í framtíðinni og þakkar þeim fyrir afar góð störf hjá félaginu undanfarin ár,“ segir á vef KFÍA.

Líkar þetta

Fleiri fréttir