Tori Ornela í leik með ÍA fyrr í sumar. Ljósm. úr safni/ gbh.

Tori hætt hjá ÍA

Bandaríski markvörðurinn Tori Ornela og Knattspyrnufélag ÍA hafa komist að samkomulagi um starfslok hennar hjá félaginu. Frá þessu er greint á vef KFÍA.

Tori hefur verið einn af lykilmönnum ÍA bæði í ár og í fyrra. Hún hefur leikið fimm leiki með ÍA í sumar og lék alla deildarleiki liðsins í Inkasso deildinni á síðasta ári.

„Af öllu hjarta langar mig að biðjast afsökunar á þeirri skyndilegu ákvörðun að yfirgefa félagið á miðju tímabili. Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka, en þetta er ekki endirinn á mínum ferli,“ er haft eftir Tori á vef KFÍA. „Mig langar að þakka félaginu fyrir allt sem það hefur gert fyrir mig undanfarin tvö keppnistímabil. Jafnframt langar mig að þakka Helenu, Anítu og liðsfélögum mínum fyrir að láta mér líða eins og hluta af fjölskyldunni,“ segir Tori sem þakkar jafnframt stuðningsmönnum liðsins fyrir veittan stuðning og áhuga á kvennaknattspyrnunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið... Lesa meira