Metaðsókn var í brekkusönginn í ár. Ljósm. Pétur Magnússon.

Fjölmenni var á Írskum dögum

Fjölmenni kom saman um liðna helgi þegar Írskir dagar voru haldni með pompi og prakt á Akranesi. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstóri setti hátíðina á fimmtudag í sannkölluðu skýfalli fyrir utan Stjórnsýsluhúsið við Stillholt. Leikskólabörn og leikskólastarfsfólk ásamt öðrum gestum voru samankomnir í pollagöllum og með regnhlífar uppspenntar til að hlusta á bæjarstjórann auk þess sem Sveppi og Villi skemmtu mannskapnum með gríni og söng í rigningunni. Fyrir utan setningardaginn, þá léku veðurguðirnir við gesti Írska daga hina þrjá dagana sem hátíðin stóð yfir. Það var logn og blíða og hiti rétt undir 20 stigum. „Hátíðin gekk gríðarlega vel og það hjálpaði að hafa veðrið eins og það var. Viðburðir voru allir vel sóttir, hvort sem það var listsýning eða hátíð á torginu,“ sagði Sævar bæjarstjóri þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans eftir helgi.

Myndasyrpu frá Írskum dögum og nánari umfjöllun um hátíðina er að finna í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir