Saga og Rúnar eru Íslandsmeistarar í holukeppni. Ljósm. GSÍ.

Íslandsmeistaramótið í holukeppni fór fram á Akranesi

Íslandsmeistaramótið í holukeppni í golfi fór fram á Garðavelli á Akranesi um liðna helgi. Sigurvegarar á mótinu urðu þau Saga Traustadóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbi Keili. Alls voru 55 keppendur skráðir til leiks þar af 32 karlar og 23 konur.

Boðið var upp á mikla spennu í kvennaflokki þar sem úrslit réðust á 19. holu í bráðabana. Þar fékk Saga fugl og landaði þannig sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í holukeppni. Í öðru sæti varð Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og í því þriðja var Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Hamars.

Í karlaflokki sigraði Rúnar Ólaf Björn Loftsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar 3/2 og heldur því Rúnar titlinum áfram þar sem hann sigraði einnig fyrir ári síðan. Það var svo Jóhannes Guðmundsson úr GR sem tók þriðja sætið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hart á hrossum

Matvælastofnun brýnir fyrir hrossaeigendum að koma heyi í útigangshross og huga vel að ástandi þeirra nú þegar rofað hefur til... Lesa meira