Arnar Smári handsalar samning við Birgi Andrésson hjá meistaraflokksráði karla. Ljósm. Skallagrímur.

Arnar Smári aftur til Skallagríms

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Borgnesinginn Arnar Smára Bjarnason um að spila með liðinu í 1. deild karla næsta vetur. Arnar Smári er 19 ára og uppalinn Skallagrímsmaður og spilar stöðu bakvarðar. Hann hefur verið með félaginu undanfarin tímabil en fór til ÍR á miðri síðustu leiktíð í Reykjavík þar sem hann spilaði með unglingaflokki félagsins. Að auki spilaði hann allt síðasta tímabil með liði ÍA í 2. deildinni á venslasamningi og var lykilmaður í liðinu. „Ánægja er að fá Arnar Smára aftur heim í Borgarnes og munu kraftar hans nýtast vel í 1. deildinni næsta vetur,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Samningur Arnars Smára er til tveggja ára.

Líkar þetta

Fleiri fréttir