Gerri Griswold var að heimsækja Ísland í fimmtugasta sinn.

Fimmtugasta heimsóknin til Íslands

Akranesviti fékk góða heimsókn miðvikudaginn 5. júní síðastliðinn, þegar Gerri nokkur Griswold sótti vitann heim. „Hún kom ásamt tveimur vinkonumsínum. Það sem er merkilegt við þessa heimsókn er að þetta er í fimmtugasta skiptið sem Gerri Griswold heimsækir Ísland,“ segir Hilmar Sigvaldason vitavörður. „Fyrsta skiptið sem gErri heimsótti Ísland var í maí 2002 þannig að það er greinilegt að hún elskar landið okkar,“ segir hann.

Gerri rekur ferðaþjónustufyrirtækið Krummi Travel og þetta var langt því frá fyrsta heimsókn hennar í Akranesvita, en hún hefur í gegnum tíðina komið með fjölda tónlistarmanna í vitann. Má þar meðal ananrs nefna Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttur sem jafnan er kölluð Lay Low, Myrru Rós Þrastardóttur, Svavar Knút og Björn Thoroddsen. „Gerri Griswold er bara algjör gimsteinn fyrir mér og það er ávallt mikið fjör í kringum hana og hennar gesti. Vonandi kemur hún sem oftast í heimsókn í framtíðinni,“ segir Hilmar Sigvaldason hinn ánægðasti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Héldu tombólu fyrir RKÍ

Þær Esther Nanna Lýðsdóttir og Þóra Birna Jónsdóttir héldu nýverið tombólu til stuðnings Rauða krossinum. „Þessar duglegu stelpur söfnuðu 9.058... Lesa meira

Reykhóladagar að baki

Hinir árlegu Reykhóladagar voru haldnir hátíðlegir dagana 24.-26. júlí síðastliðna. Dagskráin í ár var nokkuð lágstemmdari en verið hefur undanfarin... Lesa meira