Útskriftarnemar fagna. Ljósm. LbhÍ.

Brautskráning við Landbúnaðarháskóla Íslands

Brautskráning kandídata og búfræðinga frá Landbúnaðarháskóla Íslands fór fram í blíðskaparveðri í Hjálmakletti í Borgarnesi síðastliðinn. Þar voru brautskráðir  51 kandídat og 25 búfræðingar.

Snorri Baldursson, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar setti samkomuna. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor fór yfir árið og það sem framundan er hjá skólanum. Hún óskaði útskriftarhópnum heilla og gaf fráfarandi nemendum góð ráð fyrir framtíðina.

Ragnheiður Hulda Jónsdóttir og Steinþór Logi Arnarsson voru með tónlistaratriði milli brautskráninga og kór Neskirkju tók lagið við lok athafnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir