Aníta Sól Ágústsdóttir skoraði fyrsta mark ÍA úr vítaspyrnu. Ljósm. úr safni/ gbh.

Sterkari frá fyrstu mínútu

ÍA vann öruggan sigur á ÍR með þremur mörkum gegn engu þegar liðin mættust í fjórðu umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Leikið var í Reykjavík í gærkvöldi.

Skagkonur voru mun sterkari meira og minna frá fyrstu mínútu leiksins en ÍR-liðið átti erfitt uppdráttar. Skagakonur skapaði sér nokkur ákjósanleg marktækifæri og komust yfir á 22. mínútu. Þó ekki eftir færi úr opnum leik heldur úr vítaspyrnu. Aníta Sól Ágústsdóttir steig á punktinn og skoraði.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik en þau áttu eftir að verða fleiri í þeim síðari. Fríða Halldórsdóttir bætti öðru marki ÍA við á 61. mínútu leiksins. Skagakonur voru áfram sterkara lið vallarins allt til leiksloka. Eva María Jónsdóttir innsiglaði síðan sigur ÍA með marki á lokamínútu leiksins.

Skagakonur hafa átta stig í öðru sæti deildarinnar. Þær eru fjórum stigum á eftir toppliði Þróttar sem hefur fullt hús eftir fjórar umferðir en stigi á undan FH og Grindavík í sætunum fyrir neðan. Næst leikur ÍA miðvikudaginn 19. júní næstkomandi, þegar liðið mætir Haukum. Sá leikur fer fram á Akranesvelli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir