Halla Magnúsdóttir passaði vel upp á að allir hefðu nóg kaffi. Ljósm. glh.

Kaffihúsastemning í Brákarhlíð

Á þriðjudaginn var opnað kaffihús á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Íbúum Brákarhlíðar ásamt gestum og gangandi bauðst að koma á kaffihúsið og eiga huggulega stund í góðum félagsskap og gæða sér á nýuppáhelltu kaffi og dýrindis kræsingum. Í boði voru rjómatertur, bollakökur og vöfflur með sultu og rjóma og var ekki annað að sjá en að gestir væru hæstánægðir með framtakið.

Var þetta fyrsta opnun og stefnt á að hafa svona kaffihúsa stemningu fyrir framan Tjörn í Brákarhlíð vikulega fram til 2. júlí næstkomandi frá 14:00-16:00.  Vel var mætt á fyrstu opnun kaffihússins og lá vel á gestum sem allir voru hæstánægðir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir