Erling Markús hefur í nærri 17 ár smíðað líkön af skipum og bátum sem vakið hafa áhuga hans. Hér er hann að prófa mótorinn í bát sem hann er að smíða.

„Bátarnir eru hjarta Akraness og það má ekki glata því“

„Það er svo gott veður að maður vill helst ekki fara inn,“ segir Erling Markús Andersen þegar blaðamaður kíkti á verkstæðið hans við Ægisbraut á Akranesi fyrir helgi við. Erling Markús smíðar á verkstæðinu líkön af ýmsum skipum og bátum sem hafa vakið áhuga hans í gegnum tíðina. Hann bauð blaðamanni að kíkja inn fyrir þar sem fallegt líkan af Sæbóli IS var það fyrsta sem greip augað.

Erling Markús byrjaði að smíða skipslíkön fyrir nærri 17 árum og hefur síðan þá varið frítíma sínum að mestu í það, en hann á ekki langt að sækja áhugann fyrir bátasmíðinni. Pabbi hans var skipasmiður og afi hans var einnig liðtækur í skipasmíðum. „Ætli þetta sé ekki bara í genunum,“ segir Erling Markús og brosir um leið og hann dregur fram líkan af litlum árabáti. „Þetta er fyrsti báturinn sem ég gerði en þetta hefur nú þróast mikið síðan og bátarnir eru öllu flottari hjá mér núna,“ segir hann.

Rætt er við Erling í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir