Bjarki Steinn Bjarkason. Ljósm. ía.

Skagamenn styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar

Nú rétt í þessu var meistaraflokkur karla hjá ÍA að tryggja sér 2:0 sigur á FH í fjórðu umferð Pepsí Max deildarinnar. Leikurinn var spilaður á Akranesvelli. Fyrir leikinn voru liðin jöfn í öðru og þriðja sæti með sjö. Hetjan í kvöld var Bjarki Steinn Bjarkason sem skoraði bæði mörkin fyrir Skagamenn. Hið fyrra á 3. mínútu en hið síðara á 69. mínútu. Á sama tíma sigraði Breiðablik KA með einu marki gegn engu og eru því Blikar og Skagamenn í toppætum deildarinnar með tíu stig eftir leiki kvöldsins.

Nánar um leikinn hér á vefnum í fyrramálið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir