Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði eina mark leiksins. Ljósm. gbh.

Skagakonur áfram í bikarnum

Skagakonur eru komnar áfram í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu eftir 0-1 sigur á FH í gærkvöldi. Leikið var á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.

Um hörkuleik var að ræða þar sem bæði lið sýndu mikla baráttu og fengu ágætis marktækifæri. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í fyrri hálfleik og staðan því markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja í hléinu.

Ekki var langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Skagakonum tókst að brjóta ísinn. Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði fyrir ÍA á 53. mínútu og reyndist það vera eina mark leiksins.

Skagakonur eru þar með komnar áfram í 16 liða úrslit bikarsins. Á föstudag kemur í ljós hverjir mótherjar ÍA verða í næstu umferð, en þá verður dregið í viðureignir í 16 liða úrslitum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir