Bjarni Guðmann í bandaríska háskólaboltann

Ungi framherjinn úr Skallagrími, Bjarni Guðmann Jónsson, mun leika í bandaríska háskólaboltanum á næsta tímabili og segir því skilið við uppeldisfélagið sitt í bili að minnsta kosti. Hann mun hefja háskólanám við Fort Hays State University í Kansas og leika þar með liðinu í NCAA II deildinni. Bjarni reyndist Skallagrímsmönnum gífurlega mikilvægur í Domino’s deildinni á síðasta tímabili, þrátt fyrir fall liðsins niður um deild að leiktíð lokinni. Hann skoraði 12,2 stig að meðaltali og tók 5,4 fráköst fyrir Skallagrím. Að auki hefur Bjarni átt fast sæti með yngri landsliðum Íslands síðustu ár. „Við óskum Bjarna góðs gengis í baráttunni vestanhafs næsta vetur,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir