Bjarki í úrvalslið Mið-Ameríku deildar

Kylfingurinn Bjarki Pétursson úr Borgarnesi sem leikur fyrir Kent State háskólann í Ohio fylki í Bandaríkjunum var á dögunum valinn í úrvalslið Mið-Ameríku deildarinnar eftir líðandi tímabil í háskólagolfinu. Það eru þjálfarar þeirra níu skóla sem leika í deildinni sem velja í úrvalsliðið og því er góð viðurkenning fyrir Bjarka að komast í liðið en hann er á sínu lokaári í háskólanum. Borgnesingurinn lék að meðaltali á 73 höggum á þessu ári og endaði fjórum sinnum í topp-20.

Líkar þetta

Fleiri fréttir