Gunnhildur Gunnarsdóttir í leik með Snæfelli í vetur. Ljósm. úr safni/ sá.

Gunnhildur og Hlynur valin í úrvalsliðin

Lokahóf KKÍ var haldið í hádeginu í dag var tilkynnt um val á bestu leikmönnum ársins í Domino‘s deildum karla og kvenna. Vestlendingar eiga þar tvo fulltrúa, því Gunnhildur Gunnarsdóttir og Hlynir Bæringsson voru bæði valin úr úrvalslið vetrarins.

Úrvalslið Domino‘s deildar kvenna er þannig skipað: Gunnhildur Gunnarsdóttir úr Snæfelli, Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum, Helena Sverrisdóttir úr Val, Bríet Sif Hinriksdóttir, leikmaður Stjörnunnar og Bryndís Guðmundsdóttir úr Keflavík.

Helena var valin besti leikmaður deildarinnar, Brittany Dinkins úr Stjörnunni besti erlendi leikmaðurinn og Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík besti ungi leikmaðurinn. Auður Íris Ólafsdóttir úr Stjörnunni var valin besti varnarmaðurinn og Þóra Kristín var valin prúðasti leikmaðurinn. Benedikt Guðmundsson, KR, var valinn besti þjálfarinn.

Úrvalslið Domino‘s deildar karla skipa þeir Hlynur Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson úr Stjörnunni, Matthías Orri Sigurðarson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson úr ÍR og Kristófer Acox, leikmaður KR. Julian Boyd úr ÍR var valinn besti erlendi maður deildarinnar, Hilmar Smári Henningsson úr Haukum besti ungi leikmaðurinn. Ægir Þór var valinn bæði besti varnarmaðurinn og prúðasti leikmaðurinn. Borche Illievski, þjálfari ÍR, var valinn besti þjálfarinn.

Þá var Sigmundur Már Herbertsson valinn besti dómari vetrarins í Domino‘s deildum karla og kvenna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira