Vatnasafnið er eitt þeirra safna sem tekur þátt í safna- og sýningadegi á Snæfellsnesi á morgun. Ljósm. úr safni.

Safnadagur á Snæfellsnesi á morgun

Sumardagurinn fyrsti er árlegur safna- og sýningadagur á Snæfellsnesi. Þá eru dyr safna og sýninga um allt Snæfellsnes opnðar, fyrir íbúa og aðra gesti að ganga inn um. Allir eru boðnir velkomnir sér að endurgjaldslausu.

Safnadagurinn er samvinnuverkefni Svæðisgarðsins Snæfellsness, Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla og safna- og sýningafólks á Nesinu.

Fjölmörg söfn á Snæfellsnesi taka þátt að þessu sinni, sem og sýningafólk, með sýningum og viðburðum. Upplýsingar um þátttakendur og dagskrá má sjá í auglýsingu í Skessuhorni vikunnar eða með því að smella hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir