Víkingur sleginn út úr bikarnum

Víkingur Ólafsvík átti ekki sinn besta dag þegar liðið mætti Úlfunum á heimavelli í annarri umferð Mjólkurbikarsins í knattspyrnu á skírdag. Leikurinn fór vel af stað og skoraði Pétur Steinar Jóhannsson mark strax á 2. mínútu leiksins. Emmanuel Eli Keke fékk svo rautt spjald á 20. mínútu og jöfnuðu gestirnir strax í kjölfar þess. Harley Willard kom svo heimamönnum yfir á 34. mínútu og staðan því 2 – 1 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði illa fyrir heimamenn en Úlfarnir jöfnðu á 49. mínútu og komust svo yfir fimm mínútum síðar. Víkingar áttu engin svör við þessu og Úlfarnir skoruðu aftur á 76. og 79. mínútu og endaði leikurinn með 2 – 6 sigri. Langt er síðan Víkingar hafa tapað svona stórt á heimavelli. Víkingur hefur svo leik í Inkasso deildinni þegar liðið tekur á móti Gróttu sunnudaginn 5. maí.

Líkar þetta

Fleiri fréttir