Chaz Franklin, spilandi þjálfari ÍA, í leiknum gegn Álftanesi. Ljósm. Karfan.is.

Skagamenn töpuðu úrslitaleiknum

Skagamenn luku keppni í 2. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi þegar þeir mættu Álftnesingum í úrslitaleik deildarinnar. Leikið var í Forsetahöllinni á Álftanesi.

Jafnræði var með liðunum í upphafsfjórðungnum. Í öðrum leikhluta náðu Skagamenn góðri forystu en Álftnesingar komu til baka. Undir lok fyrri hálfleiksins og í upphafi þriðja leikhluta þriðja réðu heimamenn lögum og lofum á vellinum. Þeir náðu á þessum kafla 20 stiga forskot og gáfu aldrei færi á sér það sem eftir lifði leiks. Að lokum sigruðu Álftnesingar með 123 stigum gegn 100 stigum ÍA.

Það er því ljóst að lið ÍA mun mæta til leiks í 2. deildinni á nýjan leik á næsta keppnistímabili.

Líkar þetta

Fleiri fréttir