Ljósm. úr safni.

Mjólkurbikarinn hefst í Akraneshöllinni í kvöld

Mjólkurbikar karla í knattspyrnu hefst í kvöld, miðvikudaginn 10. apríl. Fyrsti leikur bikarkeppninnar þetta árið er viðureign Kára og Hamars í Akraneshöllinni. Snæfell mætir KB á útivelli föstudaginn 12. apríl og Skallagrímur tekur á móti KV sunnudaginn 14. apríl. Víkingur Ó. hefur leik fimmtudaginn 18. apríl og tekur þá annað hvort á móti Úlfunum eða Vatnaliljunum.

Alls verða leiknir tæplega 50 leikir í fyrstu tveimur umferðum bikarkeppni karla áður en dregið verður í 32 liða úrslitum 23. apríl næstkomandi, en þá bætast úrvalsdeildarlið í pottinn.

Mjólkurbikar kvenna hefst föstudaginn 3. maí næstkomandi. Daginn eftir, laugardaginn 3. maí mætir ÍA liði Hvíta Riddarans á Akranesvelli. Að loknum fyrstu tveimur umferðunum verður dregið í 16 liða úrslit 17. maí næstkomandi.

Úrslitaleikirnir fara fram á Laugardalsvelli í haust. Leikið verður til úrslita í bikarkeppni kvenna 17. ágúst en 14. september í bikarkeppni karla.

Líkar þetta

Fleiri fréttir