Arnór valinn leikmaður umferðarinnar

Knattspyrnumaðurinn Arnór Sigurðsson frá Akranesi heldur áfram að gera það gott með CSKA Mosvku í Rússlandi. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri í grannaslagnum gegn Spartak Mosvku um síðustu helgi. Frammistaða Arnórs í leiknum gerði það að verkum að hann var valinn besti leikmaður 22. umferðar rússnesku úrvalsdeildarinnar.

Arnór, sem leikur stöðu miðjumanns, hefur skorað þrjú mörk í þeim 14 leikjum sem hann hefur komið við sögu í það sem af er tímabilinu í rússnesku deildinni. Þá hefur hann enn fremur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í Meistaradeild Evrópu í vetur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir