Verðlaunahafar smásagnasamkeppninnar. Ásdís Ingólfsdóttir sigraði fyrir söguna Hnífjafnt. Brynjólfur Þorsteinsson hreppti annað sætið fyrir söguna Ímugust og Hlín Leifsdóttir hafnaði í þriðja sæti fyrir söguna Bláa taskan. Ljósm. sá.

Úrslit úr smásagnakeppni bókahátíðarinnar Júlíönu

Júlíana, hátíð sögu og bóka, var haldin sjöunda sinn í Stykkishómi frá fimmtudegi til sunnudags. Hátíðin hófst formlega með opnunarhátíð á Vatnasafninu á fimmtudagskvöld. Þar voru veitt verðlaun fyrir smásagnasamkeppnina sem efnt var til í tengslum við hátíðina. Alls barst 41 smásaga í keppnina.

Að þessu sinni hreppti Ásdís Ingólfsdóttir fyrstu verðlaun fyrir sögu sína Hnífjafnt. Brynjólfur Þorsteinsson varð annar fyrir söguna Ímugust og Hlín Leifsdóttir hafnaði í þriðja sæti fyrir söguna Bláa taskan.

Dómnefndina skipuðu Sigþrúður Silja Gunnarsdóttir ritstjóri, sem jafnframt var formaður dómnefndar, Ármann Jakobsson, prófessor og rithöfundur og Guðrún Baldvinsdóttir bókmenntafræðingur.

 

Nánar um Júlíönu, hátíð sögu og bóka, í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir