Fulltrúar þeirra verkefna sem hlutu styrki ásamt fulltrúum Akraneskaupstaðar.

Styrkir afhentir til skóla-, íþrótta- og menningarmála á Akranesi

Styrkir Akraneskaupstaðar til skóla-, íþrótta- og menningartengdra verkefna voru afhentir við hátíðlega athöfn á Bókasafni Akraness á fimmtudag. Um var að ræða úthlutanir úr styrktarsjóði til íþrótta- og menningarverkefna að verðmæti 7,2 milljónir króna og 2,5 milljónir króna til þróunar- og nýsköpunarverkefna úr þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs.

Elsa Lára Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bauð gesti samkomunnar velkomna og sagði nokkur orð. Það voru síðan þau Bára Daðadóttir, formaður skóla- og frístundaráðs og Ólafur Páll Gunnarsson, formaður menningar- og safnanefndar, sem afhentu styrkina.

Styrkjunum er ætlað að styðja grasrótarstarf á sviði menningar- og íþróttamála.

Hefur Akraneskaupstaður frá árinu 2014 styrkt rúmlega 200 verkefni fyrir samtals um 40 milljónir króna. Að þessu sinni voru veittir 16 styrkir til íþróttaverkefna og 13 til menningarverkefna.

 

Styrkir til íþróttatengdra verkefna eru eftirfarandi:

Brynhildur Traustadóttir, Sundfélagi Akraness, hlýtur styrk til að mæta kostnaði við ferðir á æfingar í 50 m laug á höfuðborgarsvæðinu, kr. 200.000.

Brynjar M. Ellertsson, Badmintonfélagi Akraness, hlýtur styrk upp í persónulegan kostnað við keppnisferðir, kr. 200.000.

Matthías Leó Sigurðsson, Keilufélagi Akraness, hlýtur styrk upp í persónulegan kostnað við keppnisferðir, kr. 200.000.

Þjótur hlýtur styrk við íþróttastarf fatlaðra á Akranesi kr. 300.000.

Hnefaleikafélagið hlýtur styrk til að fjárfesta í búnaði sem nýtist öllum iðkendum félagsins til æfinga, kr. 100.000.

Badmintonfélagið hlýtur styrk til kaups á strengingarvél fyrir iðkendur félagsins kr. 321.690.

Keilufélagið hlýtur styrkur upp í kaup á Specto upptökuvél sem nýtist til að taka upp hvert kast iðkenda, kr. 200.000.

Klifurfélagið hlýtur styrk til kaupa á falldýnu sem mun nýtast til að mun auka öryggi iðkenda við klifur, kr. 300.000.

Pílufélagið hlýtur styrk til búnaðarkaupa fyrir nýstofnað félag á Akranesi, kr. 50.000.

ÍA hlýtur styrk til að greiða niður kostnað við að bjóða félögum innan bandalagsins upp á fría þjónustu sérhæfðs íþróttasálfræðings, kr. 450.000.

ÍA hlýtur styrk upp í kaup á lyftingaáhöldum í Akraneshöll fyrir íþróttahópa innan ÍA, kr. 200.000.

Kári hlýtur styrk til að hefja uppbyggingu á starfi yngri iðkenda í félaginu frá 10 ára aldri og yngri, kr. 200.000.

Sundfélagið hlýtur styrk til að byggja upp deild með sundknattleik, kr. 150.000.

Körfuknattleiksfélagið hlýtur styrk til að bjóða upp á hugarþjálfun fyrir iðkendur í 7.-10. bekk, kr. 200.000.

Sundfélagið hlýtur styrk til að mæta útlögðum kostnaði vegna æfinga í 50 metralaug á höfuðborgarsvæðinu fyrir íslandsmeistaramót, kr. 204.160.

FIMA hlýtur styrk til að nýta markþjálfun meðal iðkenda til að draga úr brottfalli eldri iðkenda, kr. 500.000.

 

Styrkir til menningartengdra verkefna eru eftirfarandi:

Dansstúdíó Írisar hlýtur styrk vegna danssýninga, símenntunar og gesta kennara, kr. 465.000.

Docfest ehf. hlýtur styrk fyrir barnadagskrána Akranes með okkar augum á IceDocs heimildamyndahátíðinni sem verður haldin á Akranesi í júlí, kr. 500.000.

Hljómur, kór eldri borgara hlýtur styrk fyrir almennt kórastarf, kr. 100.000.

Kvennakórinn Ymur hlýtur styrk fyrir tónleikar í vor eða á Írskum dögum, kr. 165.000.

Leikfélagið Skagaleikflokkurinn hlýtur styrk fyrir götuleikhús á Írskum dögum, kr. 175.000

Leikfélagið Skagaleikflokkurinn hlýtur styrk fyrir leiklistarnámskeiðahald, kr. 280.000

Leiklistarklúbbur FVA hlýtur styrk til uppsetningar söngleiksins Rock of Ages, kr. 550.000

MTM ehf. hlýtur styrk fyrir Sögu og sýningu um útgáfu Sementspokans og sögu Starfsmannafélags Sementsverksmiðjunnar, kr. 150.000.

Nemendafélag Brekkubæjarskóla hlýtur styrk til uppsetningar á söngleiknum Leitinni, kr. 550.000.

Norræna félagið á Akranesi hlýtur styrk til verkefnisins „Gestgjafar fyrir stjórnarfund vinabæjarfélaga“, kr. 100.000.

Skátafélag Akraness hlýtur styrk fyrir þátttöku tveggja ungra skáta frá Skátafélagi Akraness á Alheimsmóti Skáta sem haldið er fjórða hvert ár, kr. 100.000.

Skólakór Grundaskóla (stjórnandi Valgerður Jónsdóttir) hlýtur styrk fyrir Landsmót barna- og unglingakóra sem fór fram í Grundaskóla á Akranesi 15.-17. mars 2019, kr. 250.000.

Skylmingarfélagið Væringjar hlýtur styrk fyrir verkefnið „Sverð og Riddaramennska: Kynning á sögulegum evrópskum skylmingum“, kr. 100.000.

 

Styrkir til þróunarverkefna á skóla- og frístundasviði eru eftirfarandi:

Frístundamiðstöðin Þorpið hlýtur styrk fyrir verkefnið „K567- klúbbastarf“ fyrir börn 10-12 ára, kr. 500.000.

Grundaskóli hlýtur styrk fyrir „Verkefnamiðað nám á unglingastigi-Útvarp Grundaskóli“ sem felur í sér að efla upplýsingatækni og samþættingu náms, kr. 750.000.

Tónlistarskólinn á Akranesi hlýtur styrk fyrir „Þróun kennslu yngri barna við Tónlistarskólann á Akranesi“ en markmið verkefnisins er að brúa bil á milli leikskóla og forskóla, kr. 1.250.000.

Líkar þetta

Fleiri fréttir