Fríða Kristín Magnúsdóttir.

Fríða Kristín er nýr viðburðastjóri Akraneskaupstaðar

Fríða Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin til að sjá um viðburði á vegum Akraneskaupstaðar og tók hún við starfinu 1. mars síðastliðinn. Hún er sjúkraliði að mennt með diplómu í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og starfar í dag sem stuðningsfulltrúi í Brekkubæjarskóla og sem sjúkraliði á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hún er fædd og uppalin á Seltjarnarnesi en bjó í 15 ár í Hafnarfirði áður en hún flutti á Akranes síðastliðið sumar. Áður en hún flutti á Akranes vann hún á tannlæknastofu auk þess sem hún hélt reglulega viðburði fyrir ýmis félög og samtök.

„Ég er í stjórn Félags gigtveikra barna og var í nokkur ár í stjórn Umhyggju, félags langveikra barna, og hef því haldið nokkra viðburði á vegum þessara félaga. Á hverju ári í mörg ár hef ég haldið sumarhátíð Barnaspítala hringsins auk þess sem ég hef séð um skipulag á ýmsum styrktartónleikum í Háskólabíói, komið að skipulagningu sumarhátíða í skólum og unnið stórt viðburðaverkefni fyrir True North,“ segir Fríða í samtali við Skessuhorn.

 

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir