Vignir Snær á lánssamning til Stord

Knattspyrnumaðurinn Vignir Snær Stefánsson skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við Víking Ólafsvík. Samhliða samkomulaginu er að hann verður lánaður út fyrra ár samningstímans til Stord í Noregi. Vignir Snær er fæddur 1996, uppalinn í Víking Ólafsvík, og gegndi lykilhlutverki hjá liðinu sumarið 2018, lék 24 leiki í Innkasso deildinni og bikarnum og skoraði tvö mörk. Hann var valinn bæði knattspyrnumaður og íþróttamaður HSH árið 2018. Vignir Snær hélt utan um liðna helgi en þjálfari Stord sem leikur í norsku D-deildinni er Jón Páll Pálmason, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Fylkis og karlaliðs Hattar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira