Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur frá Akranesi. Ljósm. úr safni.

Fór fyrsta hringinn á pari

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hóf leik á Handa Vic Open mótinu í Ástralíu í nótt. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni.

Valdís fór fyrri níu holur Beach vallarins á pari, þar sem hún fékk einn fugl og einn skolla. Á seinni hringnum kom hún sér einu höggi undir parið og hélt því allt þar til á áttundu holunni. Þá fékk hún skolla og endaði hringinn á pari vallarins, 72 höggum. Eftir hringinn er hún jöfn í 77. sæti af 156 keppendum. Valdís hefur leik á öðrum hring mótsins í kvöld, en þá verður leikið á Creek vellinum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira