Bergþór Jóhannesson frá Stafholtsveggjum. Ljósm. úr safni.

„Ég er harðasti iðnaðarmaðurinn“

Leit stendur yfir að harðasta iðnaðarmanni Íslands. Það eru útvarpsstöðin X-ið 97.7 ásamt Würth sem standa fyrir valinu, sem nú fer fram í fjórða sinn. Undanfarnar vikur hefur hlustendum útvarpsstöðvarinnar boðist að tilnefna harðasta iðnaðarmanninn og hafa fjölmargar tilnefningar borist. Sérstök dómnefnd fór yfir tilnefningarnar og hefur valið sex iðnaðarmenn sem þóttu skara fram úr. Kosning stendur svo yfir á Vísi.

Einn þeirra sex sem koma til greina sem harðasti iðnaðarmaður Íslands er Bergþór Jóhannesson, vélvirki hjá Héðni hf. og rófubóndi frá Stafholtsveggjum í Borgarfirði. Það var Einar Örn Guðnason, vinur Bergþórs, sem tilnefndi hann.

„Það sem það myndi þýða fyrir mig að vera harðasti iðnaðarmaður Íslands er ekki neitt, því það er bara staðreynd,“ segir Bergþór í kynningarmyndbandi með kosningunni. „Það harðasta sem ég gerði í dag var að bjarga verksmiðjunni eins og alla aðra daga. Fólk ætti að kjósa mig af því ég er harðasti iðnaðarmaður landsins.

Kosning stendur yfir til hádegis fimmtudaginn 15. nóvember næstkomandi á Vísi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir