Bergdís Fanney Einarsdóttir í leik með ÍA. Ljósm. úr safni/ gbh.

Bergdís Fanney á förum frá ÍA

Knattspyrnukonan Bergdís Fanney Einarsdóttir hefur gengið í raðir Pepsi deildar liðs Vals frá ÍA. Skrifaði hún undir þriggja ára samning við Val.

Bergdís Fanney er aðeins 18 ára gömul og er í hópi efnilegust knattspyrnukvenna landsins. Hún hefur leikið 57 meistaraflokksleiki fyrir ÍA og skorað í þeim 22 mörk. Bergdís skoraði 15 mörk í 18 leikjum með ÍA í 1. deild kvenna í sumar. Þá hefur hún verið fastamaður í U17 og U19 ára landsliðum Íslands undanfarin ár.

Líkar þetta

Fleiri fréttir