Rósa Björk Árnadóttir býður upp á krakkajóga á Akranesi.

Býður upp á krakkajóga á Akranesi

Rósa Björk Árnadóttir hefur verið að bjóða upp á krakkajóga á Akranesi fyrir krakka á aldrinum 7-13 ára. Hún er menntaður heilsumarkþjálfi og krakka jógakennari frá Childplay Yoga og Little Flower Yoga auk þess sem hún er kennari í Kundalini jóga. Á námskeiðunum kennir hún börnum jóga í gegnum leik og tónlist. „Ég nota tónlistina til að kenna börnunum hreyfingarnar og svo leikum við okkur og reynum að hafa gaman,“ segir Rósa. Í lok hvers tíma leiðir Rósa börnin í gegnum hugleiðslu og slökun. „Þegar ég var að læra að kenna krakkajóga var mér sagt að börn væru svo ör og ættu erfitt með að taka þátt í slökun. En það hefur ekki verið mín reynsla. Fyrir mörg börnin er þetta hápunkturinn. Þau eru spennt að fá augngrímurnar sínar og slaka á, sum þeirra sofna og eru svo ekki tilbúin að standa upp og fara heim eftir tímann,“ segir Rósa glöð.

Næsta jóganámskeið hefst 15. október næstkomandi og kennt verður á mánudögum og miðvikudögum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir