Árni Teitur, Eydís og Þröstur eru hér að ljúka við að taka upp.

Kartöfluuppskeran fremur rýr að þessu sinni

Vætutíð framan af sumri var ekki hagfeld til kartöfluræktunar, ef marka má uppskeruna víða. Þó eru að sjálfsögðu undantekningar á því þar sem aðstæður hafa hentað veðráttu sumarsins. Þá eru sumir sem einfaldlega geta ræktað kartöflur, sama hvernig viðrað, hafa það í blóðinu. Meðfylgjandi myndir voru teknar við kartföflugarðana á Akranesi um þarsíðustu helgi. Þar var fólk í rólegheitunum að taka upp undan síðustu grösunum. Þröstur Ólafsson og Eydís Líndal Finnbogadóttir voru ásamt fjölskyldu að taka upp það síðasta af uppskeru sumarsins. Garðurinn hjá þeim var enn býsna blautur og hefur reyndar verið frá því í vor, jafnvel svo að það tafðist að hægt yrði að tæta garðana og setja niður. Þegar til kom var jörðin svo gegnsósa af vætu að ekki var stígvélafært um þá þegar sett var niður. Sagði Þröstur að þau hafi þurft að leggja út spýtuborð til að geta gengið milli beðanna. „En þetta er góður matur og útiveran er æðisleg, þótt vissulega hafi uppskeran oft verið meiri,“ sögðu þau Eydís og Þröstur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Brákarhátíð hafin

Brákarhátíð byrjaði formlega í Borgarnesi í gær þegar vinnuskólinn kom skreytingum í viðeigandi hverfi svo íbúar gætu byrjað að skreyta... Lesa meira