Frá fyrstu skóflustungunni að leiguíbúðum Bjargs sem tekin var í morgun.

Áttatíu og einn hefur þegar sótt um leiguíbúð á Akranesi

Alls hefur 81 umsókn borist um leiguhúsnæði í íbúðunum sem Bjarg íbúðafélag byggir við Asparskóga 12, 14 og 16 á Akranesi. Opnað var fyrir umsóknir um íbúðir um miðjan síðasta mánuð, en íbúðirnar í húsunum verða samtals 33 talsins. Þá mun Akraneskaupstaður hafa til ráðstöfunar 25 íbúðanna, samkvæmt samkomulagi bæjaryfirvalda við íbúðafélagð Bjarg.

Framkvæmdir hófstu formlega í morgun þegar fyrsta skóflustungan að húsunum var tekin. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, var einn þeirr sem kvaddi sér hljóðs við það tilefni. Lýsti hann ánægju með hve vel verkefninu hafi verið tekið. „Ánægjulegt er að vita að umsóknir séu orðnar 81 talsins um húsnæði við Asparskóga á Akranesi og það er greinilegt að vel er tekið í þennan nýja búsetukost. Ég hvet þá sem hafa áhuga að nýta sér tækifærið og sækja um á meðan þessi valmöguleiki er fyrir hendi,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir