Svavar Örn er Norðurlandameistari í klassískum kraftlyftingum

Svavar Örn Sigurðsson úr Kraftlyftingafélagi Akraness varð um helgina Norðurlandameistari unglinga í klassískum kraftlyftingum í -74 kg flokki, en Norðurlandamótið var haldið á Akureyri. Svavar gerði sér lítið fyrir og lyfti 210 kg í hnébeygju, 140 kg í bekkpressu og 222,5 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti Svavar því 572,5 kg og skilaði það honum Norðurlandameistaratitlinum.

Fannar Björnsson, einnig úr Kraftlyftingafélagi Akraness, hafnaði í fjórða sæti í -93 kg flokki drengja. Hann lyfti 150 kg í hnébeygju, 90 kg í bekkpressu og 190 kg í réttstöðu. Samanlagt 430 kg og skilaði það Fannary 271,03 Wilksstigum.

Mótið allt fór vel fram og umgjörðin var öll hin glæsilegasta, að því er fram kemur á vef Kraftlyftingasambands Íslands. Alls tóku þátt í mótinu 116 keppendur frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, en íslensku keppendurnir voru 17 talsins. Keppt var í kraftlyftingum og bekkpressu með og án búnaðar. Tvö heimsmet féllu á mótinu, sjö Evrópumet auk fjölda Norðurlanda- og landsmeta.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mokveiði í dragnót

Dragnótarbáturinn Steinunn SH frá Ólafsvík lenti heldur betur í mokveiði rétt undan Ólafsvík á sunnudaginn. Köstuðu skipverjar dragnótinni aðeins þrisvar... Lesa meira