Yngstur Íslendinga í Meistaradeild Evrópu

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í vikunni yngsti Íslendingurinn til að leika í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Arnór kom inn á fyrir CSKA Moskva gegn Viktoria Plzen í gærkvöldi.

Arnór er aðeins 19 ára gamall, fæddur árið 1999 og er því tveimur árum yngri en Kolbeinn Sigþórsson var þegar hann lék sinn fyrsta leik í meistaradeildinni með Ajax árið 2011. Aðeins hafa tólf Íslendingar leikið í Meistaradeild Evrópu og af þeim eru tveir Akurnesingar. Auk Arnórs lék Árni Gautur Arason, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, samtals 21 leik með norska liðinu Rosenborg í keppninni. Íslendingarnir tólf sem leikið hafa í Meistaradeild Evrópu eru; Alfreð Finnbogason Olympiakos, Birkir Bjarnason Basel, Arnór Sigurðsson CSKA Moskva, Árni Gautur Arason Rosenborg, Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea og Barcelona, Eyjólfur Sverrisson Hertha Berlin, Helgi Sigurðsson Panathinaikos, Kári Árnason FC København, Kolbeinn Sigþórsson Ajax, Ragnar Sigurðsson FC København og Sölvi Geir Ottesen FC København.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Hyggst framlengja ferðagjöf

Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir, ferðamálamálaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um framlengingu á lögum um ferðagjöf. Með breytingunni verður gildistími... Lesa meira