Guðrún Guðbjarnardóttir er grunnskólakennari með sérmenntun í læsi.

Læsi er ein af grunnstoðum náms

– Guðrún Guðbjarnardóttir, kennari í Brekkubæjarskóla á Akranesi, ræðir um lestur barna

 

Guðrún Guðbjarnardóttir, eða Gurrý eins og hún er oftast kölluð, hefur kennt við Brekkubæjarskóla á Akranesi síðan hún útskrifaðist úr Kennaraskóla Íslands árið 1994. Síðastliðin tíu ár hefur hún haldið utan um læsismál í Brekkubæjarskóla. Hún tók sér árs námsleyfi á síðasta ári til að nema lestrarfræði. „Ég var ekki að mennta mig frá grunnskólanum, eins og margir gera, heldur var ég að sækja mér þekkingu um læsi til að styrkja mig í starfi,“ segir Gurrý í samtali við Skessuhorn.

 

Dýrmætt námsleyfi

Áhugi Gurrýjar á lestrarkennslu og lestrarfræðum kviknaði mjög snemma á hennar starfsferli. „Þegar ég byrjaði að kenna þá uppgötvaði ég að ég var alls ekki nægilega undir það búin að kenna nemendum að lesa.“ Hún hafi þurft að leita sér þekkingar á lestrarkennslu hjá eldri og reyndari kennurum. „Eftir innleiðingu byrjendalæsis öðlaðist ég nýja sýn á læsisnám því þá fékk maður svo mikið af verkfærum og leiðum til að kenna og vinna með læsi. Aðferðin er fjölbreytt og byggir á því að nálgast börnin þar sem þau eru stödd.“ Hún hafi, fljótlega eftir að hún tók við læsismálum í Brekkubæjarskóla, farið að leita sér betri þekkingar á læsi. Námsleyfið á síðasta ári hafi verið ótrúlega dýrmætt. „Veturinn fer í það að nýta það sem ég aflaði mér náminu í kennsluna. Ég er mjög spennt fyrir því.“

 

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir