ÍA og Víkingur mætast í toppslag á morgun. Ljósm. af.

Vesturlandsslagur á morgun

ÍA og Víkingur Ó. mætast á Akranesvelli í Vesturlandsslag í 1. deild karla í knattspyrnu á morgun. Leikurinn er jafnframt stórleikur 20. umferðar deildarinnar.

Fyrir leikinn hafa Skagamenn 43 stig í toppsæti deildarinnar en Ólafsvíkingar 38 í þriðja sætinu. Á milli þeirra er HK með 42 stig.

Skagamenn fara langt með að tryggja sér sæti í Pepsi deildinni að ári með sigri í leiknum, en aðeins tvær umferðir eru eftir af mótinu eftir leiki helgarinnar. Ólafsvíkingar myndu með sigri hleypa gríðarlegri spennu í toppbaráttuna og þjarma verulega að liðunum fyrir ofan. Um leið myndu þeir koma sér í gullið tækifæri til að krækja í annað af tveimur efstu sætunum á lokasprettinum og þar með sæti í deild þeirra bestu að ári.

Leikur ÍA og Víkings Ó. hefst kl. 14:00 á morgun, laugardaginn 8. september. Leikið verður á Akranesvelli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira