Náði sér ekki á strik á fyrsta hring

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, átti erfitt uppdráttar á fyrsta hringum á Lacoste Open mótinu sem hófst í Frakkland í gær. Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Hún kom í hús á sjö höggum yfir pari í gærkvöldi og situr í 105. sæti mótsins.

Valdís fann aldrei taktinn í gær. Hún fékk einn skolla og einn skramba á fyrri níu holunum og var á þremur yfir pari að honum loknum. Á seinni níu holunum fékk hún einn fugl, þrjá skolla og einn skramba. Lauk hún því hringnum á 78 höggum, eða sjö yfir pari eins og fyrr segir.

Annar hringurinn verður leikinn í dag og þarf Valdís að taka á honum stóra sínum til að halda áfram í mótinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Elkem í fjörutíu ár

Framleiðsla kísiljárns á Grundartanga hófst 30. apríl 1979 og fagnar því Járnblendiverksmiðjan fjörutíu ára afmæli í næstu viku. Í Skessuhorni... Lesa meira