Íslandsmót golfklúbba fer fram um helgina

Um þessa helgi fer fram árleg keppni golfklúbba hér á landi, en spilað er á sex stöðum á landinu. Þannig fer t.d. keppni í 1. deild karla fram á Garðavelli á Akranesi, en í 1. deild kvenna verður spilað á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Aðrir keppnisstaðir eru Norðfjörður, Sandgerði, Vestmannaeyjar og Suðurnes. Keppt er í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. Samkvæmt nýrri reglugerð um Íslandsmót golfklúbba mun aðeins neðsta sveitin í hverri deild fyrir sig falla. Í 1. deild karla verða leiknir tveir fjórmenningar og þrír tvímenningar, í stað eins fjórmennings og fjögurra tvímenninga áður. Óbreytt fyrirkomulag er í öðrum deildum en 1. deild karla.

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur titil að verja í kvennaflokki en í karlaflokki Golfklúbbur Kópavogs.

Nánar um mótið hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir