Valgeir Guðjónsson er höfundur lagsins. Ljósm. úr safni.

Lag tileinkað Grundarfirði

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar tók fyrir erindi frá Bakkastofu, Culture centre, á síðasta fundi sínum. Í erindinu var óskað eftir því að Grundarfjarðarbær tæki þátt í kostnaði við upptöku á lagi Valgeirs Guðjónssonar, en lagið er tileinkað Grundarfirði.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita umbeðinn styrk, 120 þús. króna auk virðisaukaskatts. Styrkurinn tekur mið af því að höfundur komi til Grundarfjarðar og flytji lagið opinberlega, til dæmis á Rökkurdögum, að því er fram kemur í fundargerð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Slasaðist við Glym

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Ungur karlmaður hafði hrasað og dottið illa í... Lesa meira