Ásgeir Samúelsson hefur stundað tréútskurð síðan 2007.

Opnaði útskurðarsýningu á Akranesi

Í tilefni af 80 ára afmæli sínu þá hefur Ásgeir Samúelsson sett upp sýningu á tréútskurði sínum á Bókasafni Akraness að Dalbraut. Sýningin stendur gestum til boða út ágústmánuð á opnunartíma safnsins. Sérstakt opnunarteiti fór fram í gær þar sem gestum var boðið upp á kaffi og kleinur á meðan þeir skoðuðu gripina. Verk Ásgeirs eru ýmist frá því sem hann hefur gert í gegnum tíðina og einnig á þeim tíma sem hann hefur verið að kenna útskurð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir