Valdís Þóra og Stefán Orri eru klúbbmeistarar 2018. Ljósm/ GL.

Völlurinn erfiður á Meistaramóti Leynis

Meistaramót Golfklúbbsins Leynis á Akranesi fór fram í síðustu viku þar sem 80 klúbbfélagar höfðu skráð sig til leiks. Mótið hófs miðvikudaginn 11. júlí og stóð til laugardags 14. júlí. Keppt var í nokkrum flokkum bæði karla og kvenna á öllum aldri. Aðstæður yfir mótstíma gerðu kylfingum erfitt fyrir á köflum.

Klúbbmeistarar þetta árið voru þau Valdís Þóra Jónsdóttir sem spilaði 72 holur á 286 höggum eða tveimur undir pari. Hjá körlunum var það Stefán Orri Ólafsson en hann spilaði á 304 höggum eða 16 höggum yfir pari.

Líkar þetta

Fleiri fréttir