Albert Hafsteinsson í leik. Ljósm. úr safni gbh.

Baráttuleikur í boltanum í kvöld

Skagamenn bjóða Selfyssinga velkomna þegar liðin mætast í tíundu umferð Inkassodeildar á Akranesvelli í kvöld. Skagamenn eru í bullandi baráttu um að komast í Pepsídeildina að nýju. Á sama tíma heyja Selfyssingar sína eigin baráttu í neðri hluta deildarinnar og því stig mikilvæg báðum liðum. Þrátt fyrir tap í síðasta leik hjá ÍA þá skipa þeir annað sætið með 20 stig og eiga möguleika á efsta sætinu með sigri í kvöld. Sunnlendingar verma tíunda sætið með 8 stig. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Líkar þetta

Fleiri fréttir