Bjarki Pétursson, kylfingur úr Borgarnesi.

Bjarki Pétursson gerir það gott á Evrópumóti áhugamanna

Bjarki Pétursson frá Golfklúbbi Borgarness endaði í 21. sæti á Evrópumóti áhugamanna í Hollandi sem hófst á miðvikudag í síðustu viku. Alls tóku 144 keppendur þátt í mótinu og spilaðar voru 72 holur á fjórum dögum. Bjarki spilaði fyrsta daginn á 71 höggi, næsta dag á 75. Þriðji dagurinn var hans besti þar sem hann spilaði á 69 höggum en á lokadegi móts endaði hann daginn á 72 höggum. Sigurvegari mótsins fékk keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir