Svipmynd úr leiknum. Ljósm. af.

Víkingur hafði betur í Vesturlandsslagnum

Víkingur Ólafsvík tók á móti ÍA í Vesturlandsslag í Inkassodeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Leikurinn var spilaður á nýja gervigrasvellinum í Ólafsvík. Heimamenn unnu 2-1 sigur og mega þeir umfram annað þakka þéttri vörn sigurinn. Það var Alexander Helgi Sigurðarson sem kom Víkingi yfir eftir stundarfjórðungs leik. Gonzalo Leon jók síðan forystu heimamanna á 78. mínútu. Það var svo ekki fyrr en á fimmtu mínútu í uppbótartíma sem Steinar Þorsteinsson náði að minnka muninn fyrir þá gulklæddu, en það dugði þó ekki til sigurs.

Með sigrinum hleypti Víkingur mikilli spennu í toppbaráttuna í deildinni, blandar sér af þunga í keppni HK og ÍA á toppnum, en aðeins munar tveimur stigum á HK í efsta sæti og Víkings í 3. sætinu í deildinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir