Ólafsvíkurvöllur.

Vesturlandsslagur spilaður annað kvöld í Ólafsvík

ÍA sækir Víking Ó. heim í sannkölluðum Vesturlandsslag í Inkasso-deild karla í knattspyrnu á morgun, föstudaginn 29. júní klukkan 19:15. Leikurinn fer fram á Ólafsvíkurvelli þar sem nýr gervigrasvöllur var tekinn í gagnið fyrir nokkrum vikum. Skagamenn tróna nú á toppi deildarinnar með 20 stig. Ólafsvíkingar eru þó ekki langt á eftir en þeir eru í þriðja sæti með 16 stig og hafa unnið síðustu þrjá leiki sína og eru því á góðri siglingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir