Nærri tvö þúsund brautskráðir frá HÍ

Nærri tvö þúsund kandídatar voru brautskráðir úr grunn- og framhaldsnámi við Háskóla Íslands á laugardaginn á tveimur athöfnum.

Fyrst vor útskrifaðir 745 kandídatar úr framhaldsnámi og 748 tóku við prófskírteinum. Meðal þeirra sem útskráðust úr meistaranámi eða kandídatsnámi voru fyrstu nemendurnir sem ljúka námi með MS gráðu í hagnýtri sálfræði.

Alls brautskráðust 1219 kandídatar úr grunnnámi og 1222 tóku við prófskírteinum sínum. Þeirra á meðal var fyrsti kandídatinn sem lýkur BS prófi í stærðfræði og stærðfræðimenntun sem verkfræði- og náttúruvísindasvið býður upp á í samstarfi við menntavísindasvið. Samtals útskrifuðust því 1964 kandídatar frá HÍ á laugardag. Þar að auki brautskráðust 437 kandídatar í febrúar og því nemur heildarfjöldi brautskráðra það sem af er ári 2401 kandídat

Líkar þetta

Fleiri fréttir