Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur. Ljósm. úr safni.

Valdís gerði vel í Tælandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hafnaði í 19. sæti á Ladies European Thailand Championship mótinu í Tælandi nú um helgina. Mótið var liður í Evrópumótaröð kvenna.

Fyrstu tvo hringi mótsins lék hún á 71 höggi, einu undir pari. Komst hún því örugglega í gegnum niðurskurðinn á samtals tveimur höggum undir pari í 17. sæti mótsins. Henn gekk ekki eins vel á þriðja hringnum. Hann lék Valdís á 74 höggum og var samtals á pari í 33. sæti fyrir síðasta keppnisdaginn. Hún átti síðan flottan lokahring, fór hann á 70 höggum og lauk því leik samtals á tveimur höggum undir pari og hafnaði í 19. sæti mótsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir