Valdís fór vel af stað í Tælandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golklúbbnum Leyni, leikur nú á móti í Tælandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Hún lék vel á fyrsta hringnum í gær, fékk tvo fugla, þrjá skolla og gerði sér lítið fyrir og fékk örn á 7. holu.

Hún kláraði hringinn á 71 höggi, eða einu undir pari. Skilaði það henni 13. sætinu eftir fyrsta hringinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.