Valdís Þóra í góðum málum

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, lék annan hringinn á Ladies European Thailand Championship mótinu á 71 höggi, einu undir pari. Er það sama skor og á fyrsta hringnum sem leikinn var í gær.

Valdís lék nokkuð stöðugt golf í dag, fékk fjóra fugla og tapaði aðeins þremur höggum á öllum hringnum. Eftir daginn er hún í 17. sæti mótsins á tveimur undir pari og kemst örugglega í gegnum niðurskurðinn.

Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna, næststerkustu mótaröð í heimi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir