Fleiri gista í tjaldi

Gestum á tjaldsvæðum í Snæfellsbæ fjölgaði töluvert í maí síðastliðnum samanborið við maí í fyrra, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins. Í ár nýttu 1.427 ferðalangar sér tjaldsvæði í Snæfellsbæ í maímánuði en í fyrra voru þeir 1.145. Þetta er fjölgun upp á 24,63%.

Tjaldsvæðin í Snæfellsbæ eru tvö; í Ólafsvík og á Hellissandi. Nýlega var aðstaðan á báðum stöðum tekin í gegn. „Snæfellsbær hefur nýlega bætt salernisaðstöðu á báðum tjaldstæðunum og lagt rafmagn í það svæði sem vantaði upp á á Hellissandi eftir að tjaldsvæðið var stækkað,“ segir á vef sveitarfélagsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir