Íslenska fánanum var flaggað í tilefni dagsins. Ljósm. glh.

B59 Hotel hefur verið opnað í Borgarnesi

Opnunarhátíð nýs fjögurra stjörnu lúxushótels, B59 Hotel, fór fram síðastliðinn föstudag í Borgarnesi. Capital hotels rekur B59 Hotel, sem dregur nafnið sitt af staðsetningunni miðsvæðis í bænum að Borgarbraut 59, beint á móti Hyrnutorgi. Léttar veitingar og tónlistaratriði frá Hljómlistarfélagi Borgarness var í boði fyrir gesti og gangandi sem fengu að ganga um nýja hótelið og skoða sig um áður en fyrstu gestir voru bókaðir á hótelið.

 

„Mikið og erfitt verkefni“

„Þetta leggst mjög vel í mig og þetta er virkilega spennandi,“ segir Jóel Hjálmarsson hótelstjóri um opnunina, en fyrstu gestir komu í hús laugardaginn 16. júní „Þetta er búið að vera mikið og erfitt verkefni en er alveg á lokametrunum. Við erum að opna tvær hæðir af herbergjum eins og staðan er núna. Svo opnum við fleiri herbergi jafnharðan og vinnu við þau lýkur. Þannig að í lok júní verður hótelið fullklárað.“

Nánar í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir